Um viðburð

Jólatónleikar Karlakórs KFUM 2021

Þriðjudagskvöldið 14. Desember kl 20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK Holtavegi 28.

Karlakór KFUM ásamt Svörtu fiðlunum (stúlkur úr Suzuki tónlistarskólanum) mun flytja fjölbreytta dagskrá af jólasöngvum. Stjórnandi er Ásta Haraldsdóttir og píanóleikari Bjarni Gunnarsson.

Aðgöngumiðar kosta kr 2500 og verða seldir hér: https://klik.is/events/tonleikar/20-jolatonleikar-karlakors-kfum-2021.

Geti menn ekki keypt miða á netinu er hægt að fá þá keypta við innganginn. Við hvetjum fólk að kaupa miða fyrirfram og ekki á staðnum til að forðast hópmyndun við innganginn.

Ath. Sæti eru ónúmeruð.

Allir velkomnir. Komið og njótið jólatónleika með okkur.

Sóttvarnarráðstafanir:
*Þeir sem koma þurfa að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn, annað hvort í síma eða útprentað.
*Grímuskylda áhorfenda er á tónleikunum.
*Allir eru beðnir að koma með miða með nafni sínu, heimilisfangi, símanúmeri og setja í körfu við innganginn. (Það flýtir fyrir að hafa miðann meðferðis tilbúinn til að forðast þvögu og að margir noti sömu skriffæri á staðnum). Þessum gögnum verður eytt eftir tvær vikur.

Skilmálar

Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin.

Kaupandi hefur 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupum og óska eftir endurgreiðslu sbr. 1. mgr. 8.gr.laga nr.46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður er hinsvegar haldinn innan 14 daga frá miðakaupum á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu.