Um viðburð

Nú er hægt að kaupa tilbúinn kassa til þess að útbúa jólagjöf fyrir börnin í Úkraínu. Kassinn er fallega myndskreyttur að utan og innan og inn í kassanum er ljósmynd frá Íslandi og jólakveðja á Úkraínsku til móttakanda sem segir jafnframt stuttlega frá Íslandi. Kassinn er veglegur og í mjög góðri stærð.

Hægt er að sækja kassana hér:
Holtaveg 28, skrifstofa KFUMogKFUK
Joe Boxer í Kringlunni
Snúran í Smáralind
Reykjavík Record Shop á Klapparstíg 35

Keflavík: Hægt að sækja mánudags- og fimmtudagskvöld milli 19:00-20:30 heima hjá Brynju, Suðurgarði 1 Keflavík
Selfoss: Hægt að sækja í Selfosskirkju á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli kl 13:00-16.00.
Akureyri: Hægt að sækja alla virka daga milli klukkan 10:00-12:00 í Sunnuhlíð 12. Húsi KFUM&K, gengið inn að sunnanverðu.
Akranesi: Hægt að kaupa kassa í Axelsbúð á opnunartíma.

Skilmálar

Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin.

Kaupandi hefur 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupum og óska eftir endurgreiðslu sbr. 1. mgr. 8.gr.laga nr.46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður er hinsvegar haldinn innan 14 daga frá miðakaupum á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu.
Nánar um skilmála hér